Ráðstefna í nóvember

Sátt verður 10 ára í ár og að því tilefni mun félagið standa fyrir ráðstefnu síðari hluta nóvember. Yfirskriftin verður Sáttamiðlun í viðskiptalífinu.

Stjórnin óskar eftir félögum í Sátt til að taka þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á Sonju (sonja (hjá) megin.is

Minningarorð um fyrrum formann

Ingibjörg Bjarnardóttir Með Ingibjörgu Bjarnardóttur er fallinn frá öflugur félagsmaður Sáttar, fagfélags sáttamanna. Félagið var stofnað í nóvember 2005 og var Ingibjörg einn helsti hvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður félagsins en hún sinnti formennsku í félaginu til ársins 2014. Ingibjörg var óþreytandi í vinnu sinni fyrir Sátt og full af eldmóði við að…

Details

Aðalfundur Sáttar 2015

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 18:00 í fundarsal Rauða krossins/Kópavogsdeild í Hamraborg 11 Kópavogi. Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Fjármál félagsins – ársreikningur, kynntur og borin upp til samþykktar 4. Stjórnarkjör – kjósa þarf tvo menn í stjórn 5. Ákveða árgjöld…

Details

Fréttir af starfinu haustið 2014

Í maí síðastliðnum var kosinn nýr formaður í Sátt, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, en Ingibjörg Bjarnardóttir sem hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess árið 2005, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður. Eru Ingibjörgu færðar þakkir fyrir farsælt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í gegnum árin. Á fyrsta fundi eftir aðalfund…

Details

Spennandi vetur framundan hjá Sátt

Sáttamiðlun vinnur hægt og bítandi á og skemmtilegt að sjá að námskeiðin hjá nýjum formanni í Háskóla Íslands eru vel sótt. Stjórn Sáttar vinnur að mörgum verkefnum fyrir veturinn og í mörg horn að líta. Svo virðist sem vinna síðustu ára sé líka að skila sér út í samfélagið, enda sáttamenn duglegir að breiða út…

Details