Í maí síðastliðnum var kosinn nýr formaður í Sátt, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, en Ingibjörg Bjarnardóttir sem hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess árið 2005, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður. Eru Ingibjörgu færðar þakkir fyrir farsælt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í gegnum árin.
Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptu stjórnarmenn með sér verkum. Varaformaður er Hafsteinn G Hafsteinsson, ritari Sonja María Hreiðarsdóttir, gjaldkeri Þórdís Rúnarsdóttir, og meðstjórnendur Stefán Alfreðsson og Silja Ingólfsdóttir. Þá var ákveðið að stjórnin skyldi setja sér starfsreglur og er verið að vinna í því.
Stjórnin hefur fundað reglulega í vetur á skrifstofu ritara í Skipholtinu en félagið sagði upp húsnæði sínu á Hallveigarstöðum í vor sökum fjárskorts. Miklar umræður hafa átt sér stað innan stjórnarinnar um með hvað hætti eigi að vinna áfram að framgangi sáttamiðlunar hér á landi og að hvaða verkefnum félagið eigi að einbeita sér. Að mati stjórnar er greinilegt að starf undanfarinna ára og eljusemi félaga í að kynna sáttamiðlun í samfélaginu er að skila árangri.
Það helsta sem stjórnin hefur unnið að í vetur er eftirfarandi:
Háskólinn á Bifröst. Sviðsstjóri við lagadeild háskólans leitaði til Sáttar í október síðastliðnum um faglegt samstarf en háskólinn hefur í hyggju að bjóða upp á þverfaglegt meistaranám í sáttamiðlun. Af hálfu Sáttar munu eftirtaldir aðilar sitja í fagráði námsins: Ásdís Rafnar, Dögg Pálsdóttir, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, Guðbjörg Jóhannesdóttir og Sonja María Hreiðarsdóttir. Af hálfu stjórnar Sáttar hefur áhersla verið lögð á að námið verði þverfaglegt og opið nemendum með ólíkan bakgrunn þrátt fyrir að það verði að öllum líkindum staðsett innan lagadeildar skólans
Námskeið/diplómanám. Í tengslum við framangreint meistaranám mun stjórnin/fagráðið athuga með möguleika á að bjóða uppá diplómanám í sáttamiðlun í samstarfi við háskólann.
Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Námskeið Elmars formanns innan viðskiptadeildar hafa verið mjög vel sótt af meistaranemum og á haustmisseri sátu það 65 manns. Komust færri að en vildu.
Heimasíða Sáttar. Heimsíða félagsins er í endurskoðun með það markmið að einfalda hana og gera aðgengilegri fyrir félaga og áhugafólk. Hefur töluverð vinna farið í þetta undanfarna mánuði. Markmiðið er að þar verði settar inn fréttir af starfi félagsins. Verða félagsmenn hvattir til að senda efni á síðuna þegar hún er tilbúin. Stefnt er að síðuna á nýju ári.
Texti þessi er stytt útgáfa fréttabréfs sem send var til félagsmanna í desember 2014.