Aðalfundur Sáttar 2019

Aðalfundur Sáttar verður haldinn þann 20. mars 2019 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Beckmannsstofu á Bókasafni Kópavogs. Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 8. gr. laga félagsins: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Fjármál félagsins. Ársreikningur kynntur og borinn upp til samþykktar Lagabreytingar. Ekki eru á dagskrá lagabreytingatillögur af hálfu stjórnar, en félagsmenn geta…

Fræðslufundur: Sáttamiðlun í nágrannadeilum

Sátt stendur fyrir opnum fræðsluviðburði um notkun sáttamiðlunar í nágrannadeilum þann 5. desember næstkomandi. Fjallað verður um möguleikann á því að nýta sáttamiðlun til þess að leysa ágreinings- og deilumál sem rísa á milli nágranna. Sérstakir gestir sem deila munu með okkur reynslu sinni og viðhorfi til sáttamiðlunar í nágrannadeilum verða Tinna Lyngberg, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu…

Fræðslufundur: Sáttamiðlun á vinnustöðum – Hvenær, hvernig og hvers vegna?

Sátt stendur fyrir fræðslufundi næstkomandi fimmtudag, 11. október 2018 Hvar: Salurinn Bakki, Menningarhúsinu Gerðubergi, 111 Reykjavík Hvenær: Frá kl. 17-18 á fimmtudag, 11. október 2018 Sérstakir gestir: Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, Fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM og Guðríður H. Baldursdóttir, fyrrum mannauðsstjóri hjá Festi. Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari hjá Sáttaleiðinni stýrir fundinum. Hvað: Jóhanna mun veita innsýn inn í…

Aðalfundur Sáttar 2018

Stjórn Sáttar býður til aðalfundar félagsins, sem haldinn verður þann 22. mars kl. 17:30  Fundað verður í salnum Marina, 2. hæð Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. laga félagsins: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Fjármál félagsins. Ársreikningur kynntur og borinn upp til samþykktar Lagabreytingar Stjórnarkjör Ákveða árgjöld félagsmanna…

Stjúpblinda í sáttamiðlun?

Valgerður Halldórsdóttir mun kenna námskeiðið Stjúpblinda í sáttamiðlun? sem haldið verður þann 7. febrúar næstkomandi milli 17-19 (ATH breytt dagsetning). Fjallað verður um stjúptengsl í tengslum við sáttamiðlun foreldra, við gerð umgenginssamninga og hvað áhrif þau geta haft á foreldrasamvinnu. Einnig verður fjallað um áhrif foreldrasamvinnu á aðlögun barna í stjúpfjölskyldum. Stuðst verður við dæmi. Skráning…

Sáttamiðlun – Hvað virkar best?

Sátt er stolt að kynna: Námskeið með Piu Deleuran þann 15. desember frá 13:00-16:00 Pia Deleuran er danskur sáttamiðlari og lögfræðingur og leiðandi á sviði sáttamiðlunar í Danmörku. Hún hefur þjálfað sáttamiðlara bæði hér á landi og í Danmörku, og á heiðurinn af því að kenna 10% af þeim 6.000 lögmönnum í Danmörku sem lokið hafa…

Sáttamiðlun í mannauðsmálum – fræðslufundur

Sátt býður til fræðslufundar sem haldinn er í samstarfi við Flóru, félag mannauðsstjóra, en umræðuefnið að þessu sinni er Sáttamiðlun í mannauðsmálum. Til þess að byrja umræðurnar munum við fá erindi frá Jóhönnu Ellu Jónsdóttur, mannauðsstjóra á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og mun hún deila með okkur hvernig hún hefur notað sáttamiðlun í sínum störfum. Fundurinn verður…

Námskeið á næstunni: Sáttamiðlunarferlið og Innleiðing sáttamiðlunar

Skráning er nú hafin á tvö spennandi námskeið sem Sátt stendur fyrir á næstunni. Fyrra námskeiðið er um Sáttamiðlunarferlið, og er það endurtekið frá því í vor vegna fjölda áskorana og verður haldið þann 27. september kl. 18:00-20:00, en seinna námskeiðið viku seinna, eða miðvikudaginn 4. október, frá kl. 18:00-20:00 þar sem fjallað verður um innleiðingu…

Ekki eiga öll mál heima í dómskerfinu

Sáttamiðlun í morgunblaðinu: Viðtal við formann Sáttar Morgunblaðið birti í gær viðtal við Lilju Bjarnadóttur, formann Sáttar. „Sáttamiðlar­ar eru ung stétt á Íslandi en hún fer þó stækk­andi. Enn sem komið er hef­ur verið lítið um að fólk sé í fullu starfi hér á landi sem sáttamiðlar­ar, flest­ir sinna því í hluta­starfi. Sáttamiðlun er því…

Sáttamiðlunarferlið – námskeið 27. apríl 2017

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í, einn eða fleiri, í trúnaði, og með hjálp óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins, sem þeir meta viðunandi fyrir báða aðila, gegnum skipulagt og mótað ferli. En hvernig fer þetta ferli fram? Hvað er það sem gerir sáttamiðlun…