Skip to content
Sátt
Félag um sáttamiðlun
  • Heim
  • Sáttamiðlun
    • Dæmisögur
    • Sáttamiðlun og barnalögin
  • Sáttamiðlarar
    • Finna sáttamiðlara
  • Greinar og fréttir
  • Heim
  • Sáttamiðlun
    • Dæmisögur
    • Sáttamiðlun og barnalögin
  • Sáttamiðlarar
    • Finna sáttamiðlara
  • Greinar og fréttir

Námskeið fyrir Félag fasteignasala

3. febrúar, 2017Fréttir

Í dag héldu Lilja Bjarnadóttir og Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson námskeið um Sáttamiðlun í fasteignamálum fyrir Félag fasteignasala, sem boðið var uppá sem hluta af símenntun Félags fasteignasala. Um var að ræða kynningu á sáttamiðlun og aðferðafræði hennar, hvernig dæmigert sáttamiðlunarferli líti út og hvaða atriði það eru sem ber helst að varast til þess að halda trausti aðila við ferlið.

Lilja fjallaði m.a. um fjölmarga kosti þess að nýta sáttamiðlun til þess að leysa ágreinings- og deilumál sem upp geta komið í fasteignaviðskiptum, þá sérstaklega hve mikinn tíma það sparar að grípa snemma inn í taumana í stað þess að forðast að takast á við ágreininginn.

Farið var yfir nokkur verkfæri í verkfærakistu sáttamiðlarans og meðal annars rætt um mikilvægi hlustunar í samskiptum. Meðal annars var sýnt  myndband af TED Talk með William Ury sem heitir The Power of Listening – og mælum við eindregið með að fólk gefi sér 15 mínútur til þess að horfa á það!

Hafsteinn fjallaði m.a. um hlutverk og skyldur sáttamiðlara og mikilvægi þess að virða trúnað, að sýna hlutleysi og óhlutdrægni í orðum og gjörðum.

Eitt af markmiðum Sáttar er einmitt að standa að kynningu á kenningum og aðferðum sáttamiðlunar og er ánægjulegt að fá það tækifæri fyrir svona stórum og flottum hópi eins og þeim sem sótti námskeiðið í dag, en yfir 100 félagsmenn sátu námskeiðið í sal Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Lilja og Hafsteinn þakka fyrir góðar viðtökur og fagna þeim mikla áhuga sem fasteignasalar hafa sýnt aðferðum sáttamiðlunar.

 

Deila þessu efni
FacebookTwitterGoogle+Pinterest
Tengt efni
Aðalfundur Sáttar 2019
20. febrúar, 2019
Fræðslufundur: Sáttamiðlun í nágrannadeilum
25. nóvember, 2018
Fræðslufundur: Sáttamiðlun á vinnustöðum – Hvenær, hvernig og hvers vegna?
8. október, 2018
Aðalfundur Sáttar 2018
22. febrúar, 2018
Stjúpblinda í sáttamiðlun?
8. janúar, 2018
Sáttamiðlun – Hvað virkar best?
26. nóvember, 2017

Find us on:

FacebookMailWebsite