Aðalfundur Sáttar 2019
Sátt er stolt að kynna:
Námskeið með Piu Deleuran þann 15. desember frá 13:00-16:00
Pia Deleuran er danskur sáttamiðlari og lögfræðingur og leiðandi á sviði sáttamiðlunar í Danmörku. Hún hefur þjálfað sáttamiðlara bæði hér á landi og í Danmörku, og á heiðurinn af því að kenna 10% af þeim 6.000 lögmönnum í Danmörku sem lokið hafa ítarlegri þjálfun í sáttamiðlun, og átti þátt í því að setja upp námskrá fyrir sáttamiðlara í dómskerfinu í Danmörku.
Á námskeiðinu fer Pia m.a. yfir
- Hvað hefur virkað vel við innleiðingu sáttamiðlunar í danska dómskerfinu og hvernig við getum nýtt aðferðir sáttamiðlunar betur á Íslandi.
- Hvað er að virka núna?
- Hvernig kynnum við sáttamiðlun og sköpum okkur tækifæri á því sviði?
- Verkfæri sáttamiðlara og raunhæfar æfingar
Verð: 17.900 kr. en félagsmenn Sáttar greiða einungis 12.900 kr.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri að læra af reynslubolta í faginu.
Skráning er hafin og er skráningarfrestur til miðvikudagsins 13. desember. Námskeiðið er kennt á ensku.
Attorney and mediator Pia Deleuran, cand. jur et art.
Tengt efni