Sátt stendur fyrir fræðslufundi næstkomandi fimmtudag, 11. október 2018
Hvar: Salurinn Bakki, Menningarhúsinu Gerðubergi, 111 Reykjavík
Hvenær: Frá kl. 17-18 á fimmtudag, 11. október 2018
Sérstakir gestir: Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, Fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM og Guðríður H. Baldursdóttir, fyrrum mannauðsstjóri hjá Festi. Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari hjá Sáttaleiðinni stýrir fundinum.
Hvað: Jóhanna mun veita innsýn inn í mikilvægi þess að taka á ágreiningsmálum á vinnustað, m.a. til þess að bæta andrúmsloft á vinnustað og koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar s.s. kulnun í starfi. Guðríður mun veita innsýn inn í það hvenær rétt sé að grípa inn í samskiptaerfiðleika á vinnustað út frá sjónarhóli mannauðsstjórans og Lilja mun fjalla um hvernig hægt er að nýta aðferðafræði sáttamiðlunar til þess að grípa inn í ágreining og hvernig slík sáttamiðlun fer fram. Hvatt verður til umræðna og spurninga úr sal.
Fyrir hverja: Sátt býður hjartanlega velkomna alla þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um hvenær, hvernig og hvers vegna við getum notað sáttamiðlun á vinnustöðum til þess að leysa ágreiningsmál og deilur.
Skráning fer fram hér *Ókeypis aðgangur*