Sáttamiðlunarferlið – námskeið 27. apríl 2017

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í, einn eða fleiri, í trúnaði, og með hjálp óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins, sem þeir meta viðunandi fyrir báða aðila, gegnum skipulagt og mótað ferli. En hvernig fer þetta ferli fram? Hvað er það sem gerir sáttamiðlun…

Sátt – Félag um sáttamiðlun opið öllum!

Aðalfundur Sáttar var haldinn þann 30. mars 2017 og fylgir hér stutt samantekt á því sem fór fram. Lilja Bjarnadóttir var fundarstjóri og Brynja Halldórsdóttir var kosin fundarritari. Lilja flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir helstu mál sem stjórnin hefur unnið að síðastliðið ár. Má þar nefna nýja heimasíðu og framfarir í tæknimálum…

Aðalfundur Sáttar 30. mars 2017

Aðalfundur Sáttar 2017 verður haldinn þann 30. mars klukkan 18:00 í salnum Park, 2. hæð í Ármúla 4-6, 108 Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. laga félagsins: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Fjármál félagsins. Ársreikningur kynntur og borinn upp til samþykktar Lagabreytingar Stjórnarkjör Ákveða árgjöld félagsmanna Önnur mál Stjórn Sáttar…

Vinnuhópur um lagaumhverfi sáttamiðlunar í einkamálum

Stjórn Sáttar boðar til fyrsta fundar hjá vinnuhóp um lagaumhverfi sáttamiðlunar. Hópurinn er opinn öllum félagsmönnum Sáttar sem vilja taka þátt í verkefninu, en markmið vinnuhópsins er að taka saman skýrslu um núverandi lagaumhverfi sáttamiðlunar í einkamálum á Íslandi og bera saman við framkvæmd annarra þjóða. Hugmyndin er að sú vinna gæti orðið grundvöllur að…

Námskeið fyrir Félag fasteignasala

Í dag héldu Lilja Bjarnadóttir og Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson námskeið um Sáttamiðlun í fasteignamálum fyrir Félag fasteignasala, sem boðið var uppá sem hluta af símenntun Félags fasteignasala. Um var að ræða kynningu á sáttamiðlun og aðferðafræði hennar, hvernig dæmigert sáttamiðlunarferli líti út og hvaða atriði það eru sem ber helst að varast til þess að halda…

Fræðslukvöld: Siðareglur sáttamanna og siðaklemmur

Fyrsti viðburður ársins verður haldinn fyrir félagsmenn fimmtudaginn 9. febrúar 2017 kl. 20:30 þar sem rætt verður um Siðareglur sáttamanna og siðaklemmur sem upp geta komið. Rætt verður um fimm tilbúin dæmi sem hægt er að lesa og sækja hér. Siðareglur sáttamanna má finna hér. Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar. Skráning fer fram með tölvupósti á satt@satt.is. Fundurinn…

Ójafnvægi milli deiluaðila – fræðslukvöld

Sátt stendur fyrir fræðslufundi sem opinn verður félagsmönnum, þar sem tekið verður fyrir ójafnvægi milli deiluaðila í sáttamiðlun fimmtudagskvöldið 20. október kl. 20:30.Á dagskrá er að ræða hvað felst í ójafnvægi milli deiluaðila, hvernig sáttamiðlari getur komið auga á það í sáttamiðlun og við munum einnig leitast við að svara spurningunni, ef ójafnvægi milli deiluaðila er…

Aðalfundi Sáttar 2016 lokið

Á aðalfundi Sáttar nýverið voru samþykktar lagabreytingar sem auglýstar höfðu verið og er nú uppfærð útgáfa þeirra komin á heimasíðuna. Ein breyting var gerð á aðalfundinum en í stað þess að fækka stjórnarmönnum í 4 var þeim fækkað í 5. Þrír stjórnarmenn höfðu tilkynnt að þeir ætluðu að hætta í stjórn. Á fundinum átti því að…

Aðalfundur Sáttar 2016

Aðalfundur Sáttar verður haldinn 12. apríl kl. 17.30 í fundarsal Rauða krossins í Kópavogi í Hamraborg 11, Kópavogi. Dagskrá fundarins 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Fjármál félagsins – ársreikningur, kynntur og borinn upp til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Stjórnarkjör 6. Ákveða árgjöld félagsmanna 7. Önnur mál Dagskráin er í samræmi við…

Afmælisráðstefna Sáttar

Sáttamiðlun í viðskiptalífinu Hvernig getur sáttamiðlun nýst þínu fyrirtæki? 10 ára afmælisráðstefna Sáttar, félags sáttamanna, verður haldin í samstarfi við Arion banka föstudaginn 13. nóvember kl. 15:00-16:30 í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19. Dagskrá Hvað er sáttmiðlun? Inngangur og ávarp formanns Sáttar Elmar Hallgríms Hallgrímsson, formaður Sáttar Business Mediation: Lessons from the United States Prof. Douglas…