Download | 33 |
Stock | ∞ |
File Size | 45.93 KB |
Create Date | 24. janúar, 2017 |
Download |
Fyrir hvert tilvik hér að neðan, skilgreinið (a) hver siðferðilegu álitaefnin eru, ef einhver, (b) hvert þú myndir leita til þess að finna svör við þeim álitaefnum og (c) hvað þú myndir gera í stöðunni sem sáttamiðlari.
- Þú ert meðeigandi á lögmannsstofu. Einn af meðeigendum þínum var lögmaður Sigrúnar þegar fyrirtæki hennar var skipt upp fyrir fimm árum. Sigrún leitar til þín og biður þig um að vera sáttamiðlari í erfðamáli milli hennar og systkina hennar í kjölfar fráfalls foreldranna. Hvaða siðferðilegu álitaefni koma upp, ef einhver, og af hverju?
- Þú ert í sáttamiðlun og hefur sem sáttamiðlari komið með tillögu til aðilanna. Aðilarnir eru hrifnir af tillögunni og vilja nota hana sem hluta af samkomulagi sínu. Hvaða siðferðilegu álitaefni koma upp, ef einhver, og af hverju? Hvað gerir þú í framhaldinu?
- Þú hefur nýlokið 8 klukkustunda langri sáttamiðlun þar sem komist var að samkomulagi, sem verið er að fara yfir og er tilbúið til undirritunar. Skyndilega segir annar aðilinn “Ég veit bara ekki hvort ég er að gera rétt”. Þú segir við aðilann “Þú hefur unnið hart að því að komast að þessu samkomulagi – það er allt í lagi að skrifa undir þetta – klukkan er orðin margt og við þörfnumst þess öll að þessu ljúki”. Er þetta siðferðilegt álitaefni? Ef svo, hvaða reglur gilda? Hvað myndir þú gera í þessari aðstöðu?
- Þú ert að sætta viðskiptadeilu milli fyrrum viðskiptafélaga og vina. Jón komst að því að Gunnar hefur rekið annað fyrirtæki í leyni og er stórhneykslaður. Hann segist ætla að brenna það fyrirtæki til grunna. Hvaða siðferðileg álitaefni koma upp, ef einhver, og af hverju? Hvernig myndir þú taka á þessu máli?
- Þú ert sáttamiðlari milli leigjanda og leigusala í deilumáli varðandi 50,000 kr. hækkun á leigunni á mánuði. Við sáttamiðlunina kemst þú að því að leigjandinn fékk tilkynningu um hækkunina þann 5. október og leigan á að hækka 1. nóvember. Þú veist líka að tilkynningin er ólögmæt því að samkvæmt lögum þá þarf að minnsta kosti mánaðar fyrirvara til þess að hækka leiguna, sem gæti þá fyrst komið til gilda 1. desember. Á meðan sáttamiðluninni stendur segir leigusalinn “Ég hef verið leigusali í tuttugu ár og þekki lögin fram og til baka. Ef þú borgar ekki a.m.k. 40,000 kr. aukalega frá 1. nóvember mun ég reka þig út og þú verður heimilislaus 10. nóvember.” Leigjandinn virðist sannfærður eftir þessa staðhæfingu og virðist tilbúinn til þess að sættast á 40,000 kr. hækkun. Hvað gerir þú?