Stjórn Sáttar boðar til fyrsta fundar hjá vinnuhóp um lagaumhverfi sáttamiðlunar. Hópurinn er opinn öllum félagsmönnum Sáttar sem vilja taka þátt í verkefninu, en markmið vinnuhópsins er að taka saman skýrslu um núverandi lagaumhverfi sáttamiðlunar í einkamálum á Íslandi og bera saman við framkvæmd annarra þjóða.
Hugmyndin er að sú vinna gæti orðið grundvöllur að nýju lagafrumvarpi sem gæti fest sáttamiðlun betur í sessi í íslensku dómskerfi.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í vinnuhópnum eru hvattir til þess að mæta á fyrsta fundinn sem haldinn verður þann 16. mars kl. 17:30 í Hlíðasmára 2, 4. hæð til hægri. Þá hvetjum við líka þá sem hafa áhuga á málefninu en komast ekki á fundinn að senda póst á satt@satt.is og láta okkur vita af þannig að sem flestir geti komið að verkefninu.
Hlökkum til að sjá ykkur og vonum að sem flestir grípi þetta tækifæri til þess að hafa áhrif á framtíð sáttamiðlunar í einkamálum!
Stjórnin