Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í, einn eða fleiri, í trúnaði, og með hjálp óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins, sem þeir meta viðunandi fyrir báða aðila, gegnum skipulagt og mótað ferli.
En hvernig fer þetta ferli fram? Hvað er það sem gerir sáttamiðlun svona árangursríka? Á þessu námskeiði verður farið yfir það hvernig hefðbundið ferli sáttamiðlunar lítur út og sérstaklega horft á þætti eins og opnun sáttamiðlunar, upplýsingaöflun og spurningatækni. Fjallað verður um hvernig hægt er að nýta sáttamiðlun í mismunandi aðstæðum, líkt og vinnudeilum, fjölskyldudeilum eða fasteignamálum. Farið verður í gegnum raunhæf verkefni og hentar námskeiðið bæði fyrir þá sem vilja rifja upp sáttamiðlunarkunnáttu sína en er einnig opið öllum þeim sem vilja læra meira um það hvernig sáttamiðlunarferlið fer fram.
Hvenær: 27. apríl 2017, kl. 16:00-18:00
Námskeiðið kostar 9.900 kr. en félagsmenn Sáttar greiða aðeins 4.900 kr.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Lilja Bjarnadóttir, formaður Sáttar.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á netfangið satt@satt.is og er opin til og með 24. apríl 2017. Staðsetning fer eftir fjölda þátttakenda og verður auglýst þegar nær dregur.