Aðalfundur Sáttar var haldinn þann 30. mars 2017 og fylgir hér stutt samantekt á því sem fór fram.
Lilja Bjarnadóttir var fundarstjóri og Brynja Halldórsdóttir var kosin fundarritari. Lilja flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir helstu mál sem stjórnin hefur unnið að síðastliðið ár. Má þar nefna nýja heimasíðu og framfarir í tæknimálum hjá félaginu, fræðslukvöld sem haldin hafa verið og aukið námsframboð í Sáttamiðlun, en Bifröst mun bjóða uppá Diplómanám í Samningatækni og Sáttamiðlun nú í sumar og Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á námskeið í Dispute Resolution sem valnámskeið í meistaranámi í lögfræði. Einnig var sagt frá stofnun vinnuhóps um lagaumhverfi sáttamiðlunar í einkamálum. Í könnun sem var send út til félagsmanna haustið 2016 komu einnig fram óskir um námskeið til upprifjunar á sáttamiðlunarferlinu og verður það haldið þann 27. apríl næstkomandi.
Ársreikningur félagsins var kynntur af Dagnýju Rut Haraldsdóttur gjaldkera félagsins og var hann einróma samþykktur.
Kynntar voru lagabreytingar og voru þær einnig einhljóma samþykktar. Helstu breytingar sem þær fólu í sér var að opna félagið öllum þeim sem hafa áhuga á sáttamiðlun og sett á fót sérstök fagdeild innan félagsins fyrir starfandi sáttamiðlara og þá sem hafa lokið námi í sáttamiðlun. Tilgangur þessara breytinga er að ná til fleiri félagsmanna sem hafa áhuga á sáttamiðlun en hafa ekki lokið námi í sáttamiðlun. Ný lög Sáttar er að finna hér.
Stefán Alfreðsson og Marteinn Steinar Jónsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og eru þeim færðar þakkir fyrir unnin störf undanfarin ár. Kosnir voru tveir nýjir stjórnarmeðlimir, þær Valgerður Halldórsdóttir og Brynja Björg Halldórsdóttir og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar í stjórn félagsins!
Árgjöld félagsins eru áfram óbreytt. Undir dagskrárliðnum önnur mál kom ábending að setja inn á heimasíðuna nánari upplýsingar um Ingibjörgu Bjarnardóttur og störf hennar í þágu félagsins, en hún var einn af stofnendum Sáttar og formaður til margra ára. Stjórnin þakkar fyrir ábendinguna og mun gera sitt besta í að bæta þeim upplýsingum inn undir liðnum Saga Sáttar.
Fleira var ekki rætt og þakkar stjórnin fyrir mætinguna og skemmtilegan aðalfund með gómsætum veitingum!