Dagskrá fundarins
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Fjármál félagsins – ársreikningur, kynntur og borinn upp til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Stjórnarkjör
6. Ákveða árgjöld félagsmanna
7. Önnur mál
Dagskráin er í samræmi við 6. gr. laga félagsins.
Nánari upplýsingar um tiltekin atriði dagskrárinnar:
- Tillögur um lagabreytingar má finna í skjali sem sent var félagsmönnum með fundarboði 14. mars s.l.
- Meðal tillagna er breyting á 5. gr. laganna þar sem gerð er tillaga um að stjórn félagsins skipi fjórir félagsmenn í stað sex.
- Kjósa þarf um fjögur stjórnarsæti til 2ja ára.
- Formannskjör. Elmar Hallgríms Hallgrímsson gefur kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður.
- KJósa þarf um 3 stjórnarmenn í ár. Silja Ingólfsdóttir, Sonja María Hreiðarsdóttir og Þórdís Rúnarsdóttir gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sjtórn félagsins. Félagsmenn geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að aðalfundi.
- Verði tillaga um fækkun í stjórn félagsins samþykkt verður kosið um tvö stjórnarsæti í stað fjögurra, þ.e. formanns og stjórnarmanns.
Félagsmenn eru hvattir til að tilkynna um mætingu í síðasta lagi mánudaginn 11. apríl nk. þar sem veitingar eru í boði.
Stjórnin