Sáttamenn
Félagsmenn Sáttar geta óskað eftir því við stjórn félagsins að komast á lista yfir starfandi sáttamenn sem birtur er á heimasíðu félagsins.
Félagsmaður sem óskar eftir að fara á listann skal lýsa því yfir með skriflegum hætti að hann muni fylgja siðareglum Sáttar að öllu leyti og sinna starfi sínu sem sáttamaður af kostgæfni og fagmennsku. Jafnframt skal hann leggja fram ferilskrá og staðfestingu á námi á sviði sáttamiðlunar sem birt verður undir nafni viðkomandi á heimasíðunni ef beiðni hans er samþykkt.
Sáttamaður skal hafa lokið viðeigandi menntun á sviði sáttamiðlunar sem nemur að lágmarki 52 kennslustundum. Stjórn Sáttar skal meta í hvert sinn hvort að menntun félagsmanns uppfylli framangreint skilyrði.