Þrír stjórnarmenn höfðu tilkynnt að þeir ætluðu að hætta í stjórn. Á fundinum átti því að kjósa um tvo nýja stjórnarmenn en öllum að óvörum tilkynnti Elmar formaður að hann sæi sér ekki fært að halda störfum áfram sem formaður. Því var niðurstaðan sú að formannskjör fóru fram enda buðu tveir fundarmenn sig fram, þau Hafsteinn Hafsteinsson og Lilja Bjarnardóttir. Lilja var kjörin formaður. Auk Lilju voru þau Dagný og Marteinn kosin í stjórn.
Stuttum aðalfundi lauk því með töluverðum breytingum á lögum og stjórn félagsins sem mun með nýjum krafti halda áfram að kynna og bera veg Sáttamiðlunar áfram.
Á aðalfundi Sáttar nýverið voru samþykktar lagabreytingar sem auglýstar höfðu verið og er nú uppfærð útgáfa þeirra komin á heimasíðuna. Ein breyting var gerð á aðalfundinum en í stað þess að fækka stjórnarmönnum í 4 var þeim fækkað í 5.
Tengt efni