Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í, tveir eða fleiri, í trúnaði, og með hjálp óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins, sem þeir meta viðunandi fyrir báða aðila, gegnum skipulagt og mótað ferli.
Næstu viðburðir
- Aðalfundur Sáttar verður haldinn þann 20. mars 2019 kl. 17:00. Nánar hér.
Hvenær hentar sáttamiðlun?
Sáttamiðlun í einkamálum hentar í margs konar málaflokkum og er m.a. beitt í fjölskyldumálum, nágrannadeilum, árekstrum á vinnustað og skólum. Sáttamiðlun er einnig notuð í opinberum málum m.a. vegna afbrota ungra afbrotamanna. Einnig er hægt að beita sáttamiðlun í alþjóðlegum málum, t.d. í deilum milli ríkja og ólíkra menningarheima. Sáttamiðlun er mikið notuð á Norðurlöndunum, í Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu.
Markmið Sáttar
Sátt er sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stunda sáttamiðlun og afla sér menntunar á því sviði. Markmið Sáttar er að stuðla að því að sáttamiðlun verði viðurkenndur valkostur við að leysa ágreining í samfélaginu og að vera vettvangur endurmenntunar, fræðslu og upplýsinga um sáttamiðlun fyrir félaga og alla þá sem hafa áhuga á því að kynna sér sáttamiðlun.
Hafðu samband
Best er að hafa samband við félagið með því að senda tölvupóst á satt@satt.is