Brynja lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og er með BA-gráðu frá sama skóla. Hún stundaði þjóða og Evrópurétt í skiptinámi við Universidad Pontificia Comillas í Madrid árið 2013. Þá hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- skipasali árið 2015. Árið 2016 lauk hún námi í sáttamiðlun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Brynja starfar í dag sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsviðs Íslenska gámafélagsins ehf.