Aðalfundur Sáttar 2019
Sátt stendur fyrir fræðslufundi sem opinn verður félagsmönnum, þar sem tekið verður fyrir ójafnvægi milli deiluaðila í sáttamiðlun fimmtudagskvöldið 20. október kl. 20:30.Á dagskrá er að ræða hvað felst í ójafnvægi milli deiluaðila, hvernig sáttamiðlari getur komið auga á það í sáttamiðlun og við munum einnig leitast við að svara spurningunni, ef ójafnvægi milli deiluaðila er til staðar, getur sáttamiðlun þá verið sanngjörn?
Fundurinn fer fram í sal MúltíKúltí, Barónstíg 3, 101 Reykjavík. Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á lilja@sattaleidin.is
Hlökkum til að sjá sem flesta,
Lilja, Hafsteinn, Dagný, Marteinn og Stefán
Tengt efni