Aðalfundur Sáttar 2017 verður haldinn þann 30. mars klukkan 18:00 í salnum Park, 2. hæð í Ármúla 4-6, 108 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. laga félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Fjármál félagsins. Ársreikningur kynntur og borinn upp til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stjórnarkjör
- Ákveða árgjöld félagsmanna
- Önnur mál
Stjórn Sáttar leggur til lagabreytingar sem sækja má hér (breytingar eru merktar með rauðu letri), en eldri útgáfu til samanburðar má nálgast hér.
Helstu breytingar sem lagðar eru til með nýjum lögum eru eftirfarandi:
- Lagt er til að Sátt skiptist í tvær deildir, almenna deild opna öllum félagsmönnum og fagdeild sáttamiðlara sem opin er fagfólki sem lokið hefur námi í sáttamiðlun. Með þessari breytingu er hugsunin að víkka út hverjum er opin aðild að félaginu með því að opna félagið öllum þeim sem hafa áhuga á sáttamiðlun og vilja vinna á einn eða annan hátt að framgangi sáttamiðlunar.
- Nafn félagsins verði Sátt – Félag um sáttamiðlun
- Að í stað orðsins sáttamaður verði notað orðið sáttamiðlari.
- Nýr mælikvarði, ECTS einingar, verði notaður við mat á námi einstaklings í sáttamiðlun. Lagt er til að sáttamiðlarar hafi lokið að lágmarki 5 ECTS einingum í stað 52 kennslustunda í núverandi lögum.
- Félagsmenn sem ekki hafa greitt félagsgjöld falla af félagaskrá þegar eitt ár er liðið frá stofnun kröfu (í stað tveggja).
- Tillögur um lagabreytingar skulu berast tveimur vikum fyrir aðalfund (í stað 2 mánaða líkt og stendur í núverandi lögum, líklega um villu að ræða þar sem boðað er til aðalfundar með 4 vikna fyrirvara).
Kjósa þarf í tvö sæti í stjórn, en Stefán Alfreðsson og Marteinn Steinar Jónsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu í stjórn félagsins. Félagsmenn geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að aðalfundi.
Boðið verður uppá léttar veitingar og eru félagsmenn hvattir til þess að tilkynna þátttöku sína á fundinn í tölvupósti á satt@satt.is
Kær kveðja,
Stjórnin